Loksins kom hundrað laxa holl í Borgarfirði. Dagarnir 6. til 9. skiluðu 106 löxum í Þverá og Kjarrá.Vissulega er um tvö veiðisvæði að ræða að árnar eru ávallt taldar saman í vikutölum á angling.is og höldum við okkur við það.
Samtals urðu laxarnir 106 á þessum þremur síðustu dögum. Þverá var með 55 laxa og Kjarrá með 51 lax. Samtals var vikuveiðin 151 laxar í síðustu viku.
Það hefur verið bið eftir því að eitthvert holl nái hundrað laxa markinu og yfirleitt hefur það verið fyrr á vertíðinni.
Hinn reynslumiklu veiðimaður Bernd Koberling með lax á í Hólmatagli. Ljósmynd/Óskar Páll Sveinsson
mbl.is – Veiði · Lesa meira