Margar ár að opna og misjafnt gengi

Marg­ar laxveiðiár voru að opna síðasta sól­ar­hring­inn. Langá, Laxá í Aðal­dal, Eystri og Ytri Rangá, Vatns­dalsá, Elliðaár og Haffjarðará. Hér er yf­ir­ferð yfir það helsta.

Níu lax­ar veidd­ust í dag á opn­un­ar­degi í Eystri Rangá. Góð dreif­ing var á fisk­in­um og vart varð við lax á flest­um svæðum. Gunn­ar Skúli Guðjóns­son, yf­ir­leiðsögumaður var mjög sátt­ur við dag­inn og sagði lax­inn í góðu standi og sér­deil­is þykk­ur og flott­ur. All­ir lax­arn­ir voru tveggja ára fisk­ar á bil­inu 78 upp í 90 sentí­metr­ar.

Fyrsta lax­inn í Eystri Rangá sum­arið 2025 veiddi Björn Hlyn­ur Pét­urs­son á Rangár­vaði. Raun­ar bætti hann um bet­ur og landaði þrem­ur löx­um í dag, þar af 80 sentí­metra hæng, sem mynd sýn­ir hversu þykk­ur og vel hald­inn sá lax er.

Björn Hlynur Pétursson fékk fyrsta laxinn í Eystri Rangá sumarið 2025. Hann fékk alls þrjá laxa þar í dag, á opnunardegi. Ljósmynd/Björn Hlynur

mbl.is – Veiði · Lesa meira