Meðallengdin 85 sentímetrar í Miðfirði

Fjór­tán lax­ar veidd­ust í opn­un­ar­holl­inu í Miðfjarðará. Meðallengd fisk­anna var frek­ar mögnuð, eða 85 sentí­metr­ar. Sá stærsti var 96 sentí­metra fisk­ur sem veidd­ist í dag í Spen­a­streng. Rafn Val­ur Al­freðsson, leigutaki seg­ist sátt­ur. „Við horf­um oft til þess að opn­an­ir á bil­inu 15 til 20 lax­ar sé ágæt­is­byrj­un. Þetta er ekki langt frá því. Fisk­ur­inn er sér­lega vel hald­inn og það er góðs viti,“ sagði Rafn í sam­tali við Sporðaköst.

96 sentímetra úr Spenastreng í Austurá í Miðfirði. Þessi brosmildi maður heitir David McCormack. Stærsti fiskur til þessa úr Miðfjarðará. Ljósmynd/Helgi Guðbrandsson

mbl.is – Veiði · Lesa meira