Rangárnar voru á flugi síðustu daga. Samtals skiluðu þær á sjö dögum 954 löxum. Ytri er sem fyrr með bestu veiðina og hefur veiði aukist í hverri viku frá því að veiði hófst. Stærsta vika sumarsins var þar í síðustu viku þegar 534 löxum var landað. Þá tók Ytri Rangá góðan kipp og skilaði sinni bestu viku með 420 laxa.
Af náttúrulegu ánum var Þverá/Kjarrá áfram með bestu veiðina og gaf 148 laxa. Selá í Vopnafirði fór einnig vel yfir hundrað laxa og sama má segja um Laxá í Aðaldal sem átti sína bestu viku í sumar með 108 laxa.
Fnjóská skilaði veiði upp á 71 lax og er hún að gefa mun betri veiði en í fyrra.
Kastað á Kvörnina í Haffjarðará. Fallegur og gjöfull veiðistaður. Haffjarðará og Hítará hafa báðar gefið fína veiði í sumar og eru með sambærilegar tölur og á sama tíma í fyrra. Ljósmynd/Sporðaköst
mbl.is – Veiði · Lesa meira