Miðfjarðará gaf Viktori þrjá laxa

Bryggjuveiðimaðurinn Viktor Áki fór í sinn annan laxveiðitúr með pabba sinum Bjarna Ákasyni í Miðfjarðará í vikunni. En hann veiddi tvær hrygnur sem báðar voru 88 cm og einn lítinn hæng. Viktor ætlar sér að að verða betri í köstum og læra betri hnúta í vetur.

Miðfjarðará hefur gefið 970 laxa þetta sumarið sem er töluvert minna í en í fyrra. Laxveiðin er farin að síga á seinni hlutann þetta sumar.

Ljósmynd/Viktor Áki Bjarnason

Veiðar · Lesa meira

Miðfjarðará í Miðfirði