Gengi þekktustu sjóbirtingssvæða í ár var býsna misjafnt. Þannig var veiðin í Tungulæk mun betri en í fyrra. Þar var aukning upp á 46 prósent á meðan að veiðin í Tungufljóti dróst saman um þriðjung.
Sá stærsti úr Eldvatninu í haust. 94 sentímetra hængur úr Villanum. Hannes Gústafsson Eyjamaður kampakátur með stórfiskinn. Ljósmynd/Hlynur Jensson
mbl.is – Veiði · Lesa meira