Mokveiði í Kjósinni á endasprettinum

Það hefur verið hörkuveiði í Laxá í Kjós síðustu daga. Þannig skilaði dagurinn í gær fjörutíu löxum og er það einn besti dagur veiðitímans þar í sumar. Haraldur Eiríksson leigutaki segir að síðustu dagar hafi verið virkilega góðir.

 Jóhann Gunnarsson brosir sínu breiðasta með þennan flotta stórlax. Ljósmynd/Laxá í Kjós

mbl.is – Veiði · Lesa meira