Norðausturlandið á betra róli í veiðinni

Selá í Vopnafirði og Jökla eru með betri veiði en í fyrra. Hofsá er á svipuðu róli en aðeins und­ir sam­an­borið við í fyrra. Borg­ar­fjörður­inn og vest­ur­landið er langt und­ir því sem veidd­ist í fyrra. 

Framund­an er stór­streymi þann 13. júlí sem marg­ir horfa til í þeirri von að laxa­göng­ur séu þetta sum­arið seint á ferðinni, en hafi ekki klikkað.

Gam­an verður að sjá hvort öfl­ug­ar göng­ur í Elliðaárn­ar sem ekki hafa farið fram hjá nein­um, eigi eft­ir að skila sér inn í veiðibók­ina. Vik­an var ágæt þar eða 76 lax­ar en mikið vant­ar upp á að hún nái veiðinni og var á sama tíma í fyrra.

Besta viku­veiðin var í Þverá/​Kjar­rá og munaði þar mest um hundrað laxa hollið sem var að veiða 6. til 9. 

Fallegur Jöklulax sem veiddist í vikunni. Jökla hafði gefið 147 laxa að kvöldi 9. júlí en á sama tíma í fyrra voru þeir 125 talsins. Ljósmynd/Strengir

mbl.is – Veiði · Lesa meira