Þrír norskir kafarar eru væntanlegir til landsins í fyrramálið og stefnt er að því að þeir hefji störf í Haukadalsá síðdegis á morgun. Þar munu þeir stinga fyrir eldislaxi en laxar með einkenni eldisfiska hafa verið veiddir í ánni nýverið.
Að minnsta kosti tveir af köfurunum þremur unnu við svipaða aðgerð árið 2023 þegar eldislaxar sluppu úr kví í Patreksfirði.
Þetta segir Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu, í samtali við mbl.is.
Norskir kafarar kafa í Faxabakka árið 2023. Þeir eru væntanlegir til landsins aftur á morgun. Ljósmynd/Eggert Skúlason
mbl.is – Veiði · Lesa meira