Nýr ós Stóru ákveðinn en deilurnar lifa

Úrsk­urðar­nefnd um ós Stóru-Laxár hef­ur kveðið upp úr­sk­urð í ósamati sem unnið hef­ur verið að. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt mat er gert á svæðinu. Ós Stóru–Laxár hef­ur þar með verið af­markaður og fær­ist nú tölu­vert neðar en verið hef­ur fram til þessa. Fram­hald máls­ins er þó tæp­ast end­an­legt og viðbúið að frek­ari mála­ferli og deil­ur verði uppi.

Stóru–Laxár­menn veiddu nýja ósinn í gær og segj­ast ætla að vera með eina til tvær stang­ir þar í sum­ar. Iðumenn vísa til þess að úr­sk­urður­inn taki til óss­ins en ekki veiðirétt­ar og benda á þá fornu reglu að land­eig­andi eigi veiðirétt fyr­ir sínu landi.

Svona er nýr ós Stóru-Laxár teiknaður upp. Gula línan er niðurstaða matsnefndarinnar. Ljósmynd/Matsnefnd

mbl.is – Veiði · Lesa meira