Úrskurðarnefnd um ós Stóru-Laxár hefur kveðið upp úrskurð í ósamati sem unnið hefur verið að. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt mat er gert á svæðinu. Ós Stóru–Laxár hefur þar með verið afmarkaður og færist nú töluvert neðar en verið hefur fram til þessa. Framhald málsins er þó tæpast endanlegt og viðbúið að frekari málaferli og deilur verði uppi.
Stóru–Laxármenn veiddu nýja ósinn í gær og segjast ætla að vera með eina til tvær stangir þar í sumar. Iðumenn vísa til þess að úrskurðurinn taki til óssins en ekki veiðiréttar og benda á þá fornu reglu að landeigandi eigi veiðirétt fyrir sínu landi.
Svona er nýr ós Stóru-Laxár teiknaður upp. Gula línan er niðurstaða matsnefndarinnar. Ljósmynd/Matsnefnd
mbl.is – Veiði · Lesa meira