Opnuðu Sandá með fyrsta hundraðkallinum

Árnefnd Sandár í Þistil­f­irði opnaði ána form­lega þann 25. júní. Ein­valalið er í nefnd­inni og er óhætt að segja að Sandá hafi tekið vel á móti þeim. Sann­kölluð Sandárs­leggja kom á land í Ólafs­hyl og er það stærsti lax sum­ars­ins til þessa.

Þeir feðgar Eiður Pét­urs­son og Guðmund­ur Ingi son­ur hans byrjuðu uppi á þriðja og efsta svæði ár­inn­ar. Guðmund­ur Ingi landaði fljót­lega tæp­lega 80 sentí­metra hrygnu. Þá var komið að gamla að fá að veiða aðeins. Hann kastaði á Ólafs­hyl, Niff­unni frá Reiðu önd­inni. „Þetta er óskap­lega fal­leg fluga. Svona Metallicu Sunray. Þetta féll líka vel í kramið og ég fékk hörku töku. Hann var ró­leg­ur til að byrja með og bara frek­ar ná­lægt landi. Svo kom að því að ég sagði Guðmundi Inga að fara að gera sig klár­an með háfinn. Þá varð hann vit­laus,“ lýs­ir Eiður.

Eiður Pétursson fékk þennan glæsilega stórlax í Ólafshyl. Sá stærsti sem veiðst hefur í sumar á Íslandi. Ljósmynd/Guðmund

mbl.is – Veiði · Lesa meira