Árnefnd Sandár í Þistilfirði opnaði ána formlega þann 25. júní. Einvalalið er í nefndinni og er óhætt að segja að Sandá hafi tekið vel á móti þeim. Sannkölluð Sandársleggja kom á land í Ólafshyl og er það stærsti lax sumarsins til þessa.
Þeir feðgar Eiður Pétursson og Guðmundur Ingi sonur hans byrjuðu uppi á þriðja og efsta svæði árinnar. Guðmundur Ingi landaði fljótlega tæplega 80 sentímetra hrygnu. Þá var komið að gamla að fá að veiða aðeins. Hann kastaði á Ólafshyl, Niffunni frá Reiðu öndinni. „Þetta er óskaplega falleg fluga. Svona Metallicu Sunray. Þetta féll líka vel í kramið og ég fékk hörku töku. Hann var rólegur til að byrja með og bara frekar nálægt landi. Svo kom að því að ég sagði Guðmundi Inga að fara að gera sig kláran með háfinn. Þá varð hann vitlaus,“ lýsir Eiður.
Eiður Pétursson fékk þennan glæsilega stórlax í Ólafshyl. Sá stærsti sem veiðst hefur í sumar á Íslandi. Ljósmynd/Guðmund
mbl.is – Veiði · Lesa meira