Hæstiréttur hefur sent deiluna við Eystri Rangá aftur í Landsrétt til efnislegrar meðferðar. Rétturinn kvað í gær upp sinn dóm þess efnis að „enginn vafi“ leiki á því að Veiðifélag Eystri Rangár njóti aðildarhæfis í dómsmáli.
Málið er flókið en upphaflega deilan stóð um það að eigendur jarðanna Bakkavöllur, Vallarhjáleiga og hluti jarðanna Árgilsstaða 1 og 2 meinuðu veiðimönnum umferð um slóða á jörðunum til að komast á veiðistaði og hindruðu aðgengi að sleppitjörnum og komu í veg fyrir nýtingu þeirra.
Haustbirta við Eystri Rangá. Ekki sér fyrir endann á málaferlum. Deilan hefur nú farið á öll dómstig og hefur Hæstiréttur vísað henni á ný í Landsrétt sem mun taka málið til efnislegrar meðferðar hið fyrsta. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is – Veiði · Lesa meira