Ratcliffe og fjölskylda opnar NA-hornið

Ratclif­fe fjöl­skyld­an hef­ur síðustu daga opnað laxveiðiár Six Ri­vers Ice­land á Norðaust­ur­horn­inu. Six Ri­vers er fé­lag Jim Ratclif­fe sem á hlut í og leig­ir, Selá, Hofsá, Hafralónsá Miðfjarðará og Vest­ur­dalsá. 

Fyrst var Selá opnuð og í gær landaði Jim Ratclif­fe tveim­ur löx­um, öðrum í Bjarn­ar­hyl og hinum úr Fossi. Síðustu daga hafa gengið sjö til átta lax­ar á dag í gegn­um telj­ar­ann í Selá og seg­ir Gísli Ásgeirs­son, fram­kvæmda­stjóri Six ri­vers að það sé fá­heyrt að svo marg­ir lax­ar hafi gengið í gegn­um telj­ar­ann á þess­um tíma, svo snemma sum­ars.

Jim Ratcliffe með opnunarlax úr Selá. Fjölskyldan og vinir opna ár Six Rivers á Norðausturhorninu. Ljósmynd/Six Rivers

mbl.is – Veiði · Lesa meira