Rólegi kaflinn í laxveiðinni víðast hvar

Rangárn­ar báðar skiluðu yfir níu hundruð löx­um í síðustu viku. Ytri Rangá átti enn eina bestu viku þetta sum­arið og komu á land 628 lax­ar á þess­um sjö dög­um. Stærsti dag­ur­inn í vik­unni skilaði hvorki meira né minna en 124 löx­um. Eystri var líka góð og eru þær báðar að skila betri veiði en í fyrra.

Miðfjarðará, þar sem stór­lax­arn­ir hafa verið að veiðast var eina nátt­úru­lega áin sem náði hundrað laxa viku. Reynd­ar rétt svo en hún gaf 103 laxa í síðustu viku.

Selá var ekki langt und­an með 95 laxa og Þverá/​Kjar­rá með 85.

Ann­ars er þetta sá tími sum­ars sem þekkt­ur er fyr­ir ró­leg­heit. Laxa­göng­um er að mestu lokið og það er of­ur­lít­il biðstaða. Þegar stytt­ist svo í hrygn­ingu og myrkrið fer að mæta þá verður fisk­ur­inn árás­ar­gjarn­ari og þá tek­ur veiðin oft kipp og haust­veiðin get­ur verið mjög skemmti­leg.

Stærsti lax sumarsins í Hítará til þessa. . Stefán Birgisson veiddi þessa 96 sentímetra hrygnu í Langadrætti. Hítará hefur verið að skila töluvert betri veiði en í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

mbl.is – Veiði · Lesa meira