Það er ekki langt síðan að við vorum frétt um magnaða meðalþyngd í Miðfjarðará. En í morgun veiddist sá stærsti í sumar sem við höfum heyrt af og þetta er jafnframt sá stærsti í mörg ár í Miðfirði.
Carlos leiðsögumaður var með tvo veiðimenn frá Spáni í efri hluta Austurár, sem er svæðið fyrir ofan Kambsfoss. Þar hafa nokkrir stórir gefið sig síðustu daga í annars frekar miklu harki. Veiðistaðurinn Kotálar var vettvangur ævintýrisins sem hinn 16 ára gamli Eduardo átti eftir að upplifa. Langá Fancy hitchtúba varð fyrir valinu og krókur númer sextán.
Carlos sagði í samtali við Sporðaköst að laxinn hefði tekið fljótlega og hann vissi strax að þetta var stór fiskur. „Þetta var risa ólga og Eduardo gerði þetta mjög vel. Beið og beið og svo var hann tekinn,“ sagði glaðlegur Carlos.
Carlos og Eduardo gera sig klára í að mæla þennan ítuvaxna og snemmgengna hæng í Austurá í Miðfirði. Ljósmynd/Carlos
mbl.is – Veiði · Lesa meira