Sá stærsti úr Miðfjarðará í mörg ár

Það er ekki langt síðan að við vor­um frétt um magnaða meðalþyngd í Miðfjarðará. En í morg­un veidd­ist sá stærsti í sum­ar sem við höf­um heyrt af og þetta er jafn­framt sá stærsti í mörg ár í Miðfirði.

Car­los leiðsögumaður var með tvo veiðimenn frá Spáni í efri hluta Austurár, sem er svæðið fyr­ir ofan Kambs­foss. Þar hafa nokkr­ir stór­ir gefið sig síðustu daga í ann­ars frek­ar miklu harki. Veiðistaður­inn Kotál­ar var vett­vang­ur æv­in­týr­is­ins sem hinn 16 ára gamli Edu­ar­do átti eft­ir að upp­lifa. Langá Fancy hitchtúba varð fyr­ir val­inu og krók­ur núm­er sex­tán.

Car­los sagði í sam­tali við Sporðaköst að lax­inn hefði tekið fljót­lega og hann vissi strax að þetta var stór fisk­ur. „Þetta var risa ólga og Edu­ar­do gerði þetta mjög vel. Beið og beið og svo var hann tek­inn,“ sagði glaðleg­ur Car­los.

Carlos og Eduardo gera sig klára í að mæla þennan ítuvaxna og snemmgengna hæng í Austurá í Miðfirði. Ljósmynd/Carlos

mbl.is – Veiði · Lesa meira