Síðustu árnar fá sína fyrstu gesti

Síðustu veiðiárn­ar eru að opna þessa dag­ana. Sæ­mundará í Skagaf­irði fékk sína fyrstu gesti um helg­ina og lönduðu þeir tveim­ur löx­um. Norðan­átt­in var í hressi­legu auka­hlut­verki en í opn­un laxveiðiár láta menn ekki slíka hluti á sig fá.

Gunn­laug­ur Sæv­ar Gunn­laugs­son, yngri fékk fyrsta lax­inn á flug­una sína Halla. Gulli eins og hann er kallaður hannaði og hnýt­ir Halla. Þetta var í Dæl­is­hyl og sýndi lax­inn sig all­ur þegar hann brást við flug­unni. Eins og sjá má á mynd­inni af Gulla er þessi lax ekki glæ­nýr og eins og í svo mörg­um ám virðist hafa ganga seint í maí­mánuði. Lax­inn mæld­ist 87 sentí­metr­ar. Fé­lagi Gulla, Ang­us Sloss reyndi líka fyr­ir sér og komst hann á blað í Auðna­hyl, þegar ný­geng­inn 75 sentí­metra lax tók hjá hon­um flug­una Collie dog. Stutt stopp hjá þeim fé­lög­um en ákaf­lega ár­ang­urs­ríkt.

Gulli með 87 sentímetra hæng úr Dælishyl í Sæmundará og þann fyrsta 2025. Ekki nýr fiskur og nokkuð síðan að þessi mætti. Kuldalegt þessa dagana. Ljósmynd/Angus Sloss

mbl.is – Veiði · Lesa meira