Sjötti þáttur af Veiðin með Gunnari Bender er nú aðgengilegur í myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan. Í þessum þætti fer Gunnar að veiða í Hvolsá í Dalasýslu ásamt 9 ára barnabarni sínu Árna Rúnari Einarssyni sem er að taka sín fyrstu skref í veiði. Með þeim í för er hinn afi Árna, Árni Jón Erlendsson, eða eins og Gunnar orðar það: „Hvað er betra en að veiða með afa sínum? það er að veiða með báðum öfum sínum.“
Þættirnir Veiðin með Gunnari Bender eru unnir í samstarfi við veiðar.is sem er nýr frétta- og upplýsingavefur um sport- og laxveiðar í íslenskri náttúru. Á vefnum eru nýjustu fréttir úr veiðinni og því sem þar gerist á hverjum tíma, auk viðtala og frásagna af veiðiferðum, reynslu og upplifun einstaklinga og hópa í veiðimennsku.
Nokkrir af veiðiþáttum Gunnars eru aðgengilegir á veidar.is og á YouTube rásinni Veiðar.
Hér má horfa á sjötta þáttinn af Veiðinni með Gunnari Bender.
Veiðar · Lesa meira