Skítakuldi í veiðinni í Vatnsdalsá

„Já það er skítaveður hérna í Vatnsdal í dag en ég verð hérna við veiðar í ánni næstu daga, það er eins stiga hiti,“ sagði Hilmar Hansson en það hefur heldur betur kólnað í veðri síðustu klukkutímana og áfram kalt í veðri.

„Fékk 86 sentimetra hrygnu í kuldanum í dag, já það er kalt hérna, mikið rok en eljan skilaði sér. Verðum hérna að veiða hérna næstu þrjá daga en það hlýnar,“ sagði Hilmar enn fremur. 

Vatnsdalsá er að komast í 600 laxa sem er miklu betra en á sama tíma fyrir ári.

Sama staða var í Aðaldalnum, kalt og veiðin gekk frekar rólega í dag eins og í Vatnsdalnum, en hitastigið hækkar aðeins og það hefur sitt að segja í þessu kuldakasti núna.

Hilmar Hansson með 86 sentimetra lax í kuldanum í Vatnsdalnum

Veiðar · Lesa meira

Vatnsdalsá