Það er ekkert sumarveður við veiðiskapinn þessa dagana og talsverður kuldi á stórum hluta landsins, sama hvort talað sé við veiðimenn í Vatnsdalsá, Svartá í Húnavatnssýslu, Laxá í Aðaldal, Hafralónsá eða Jöklu. Loftkuldi liggur yfir stórum hluta landsins og fer hvergi á miðju sumri. Það er ekkert sem minnir á sumarið og snjór kominn í efstu fjallatoppana.
Það þarf varla að kæla bjórinn núna, nóg að lyfta honum upp í vindinn í smá stund /Mynd Elías
„Það var rólegt í Svartá í Húnavatnssýslu og loftkuldi, þriggja til fimm stiga hiti, rok og rigning,“ sagði Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson þegar við spurðum um veiðitúrinn í ána en þar var verulega kalt eins og víðar.
„Það kom einn lax á land og nokkrir silungar, en það eru komnir fimm laxar í bókina og fimmtán silungar. Þetta var ferð á vegum FUSS, félag Ungra í Skot- og Stangveiði, svo förum við í Fnjóská og aftur í Svartá,“ sagði Elías enn fremur.
Veðurfarið hefur oft verið skaplegra á miðju sumri, laxveiðin er upp og ofan víða og næstu göngur þurfa að vera kröftugri, svo ekki sé nú meira sagt. Einn og einn lax á hverju flóði er lítið til að gleðja veiðina uppúr kulda og trekki.
Það þarf varla að kæla bjórinn núna, nóg að lyfta honum upp í vindinn í smá stund /Mynd Elías
Veiðar · Lesa meira