Spennandi fræðsla og fjör – Nettar laxveiðiár

Nördaveislur Stangó halda áfram af krafti og næst á dagskrá er kvöld tileinkað nettum laxveiðiám. Viðburðurinn fer fram miðvikudagskvöldið 19. febrúar á sportbarnum Ölver í Glæsibæ. Húsið opnar klukkan 19:00 og dagskráin hefst klukkan 20:00 og stendur til 22:15.

Kvöldið hefst á Skólabekknum þar sem Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson fjallar um hvernig nálgast skuli lax í nettum laxveiðiám. Hann mun sérstaklega fjalla um veiði sem nýst getur í Elliðaánum og Korpu og gefa innsýn í aðferðir sem geta skilað betri árangri á slíkum veiðisvæðum.

Endilega taktu þátt!
Nördaveislur Stangó eru fyrir alla sem hafa áhuga á stangveiði, hvort sem það eru byrjendur eða sérfræðingar í veiði. Mættu og njóttu kvöldsins í frábærum félagsskap!

Veiðar · Lesa meira