Stærsti urriðinn hans í Laxá frá upphafi

„Ég hélt all­an tím­ann að ég væri að glíma við væn­an hoplax,“ seg­ir stang­veiðimaður­inn og blaðamaður­inn Bald­ur Guðmunds­son í sam­tali við Sporðaköst. Hann gerði sér lítið fyr­ir og landaði 75 sentí­metra staðbundn­um urriða á urriðasvæðinu í Laxá í Aðal­dal í morg­un.

Bald­ur hef­ur veitt urriðasvæðin í Aðaldaln­um ár­lega frá ár­inu 2009 og hef­ur landað þar að sögn fleiri hundruð fisk­um. Þetta er stærsti urriðinn sem Bald­ur hef­ur dregið þar að landi.

75 sentímetrar. Það er verðlaunafiskur þegar um er að ræða staðbundinn urriða. Baldur Guðmundsson fékk þennan á squirmy. Ljósmynd/Veiðifélagarnir

mbl.is – Veiði · Lesa meira