„Ég hélt allan tímann að ég væri að glíma við vænan hoplax,“ segir stangveiðimaðurinn og blaðamaðurinn Baldur Guðmundsson í samtali við Sporðaköst. Hann gerði sér lítið fyrir og landaði 75 sentímetra staðbundnum urriða á urriðasvæðinu í Laxá í Aðaldal í morgun.
Baldur hefur veitt urriðasvæðin í Aðaldalnum árlega frá árinu 2009 og hefur landað þar að sögn fleiri hundruð fiskum. Þetta er stærsti urriðinn sem Baldur hefur dregið þar að landi.
75 sentímetrar. Það er verðlaunafiskur þegar um er að ræða staðbundinn urriða. Baldur Guðmundsson fékk þennan á squirmy. Ljósmynd/Veiðifélagarnir
mbl.is – Veiði · Lesa meira