Stálhausar og túbur vinsælt í laxinum

Það eru tískubylgjur í flugum. Hvort sem horft er til laxveiði eða silungsveiði. Hexagonútfærslur af hvers konar flugum hafa verið ofarlega í hugum margra veiðimanna síðustu ár og sennilega náð nýjum hæðum í ár.

Ekki er einsdæmi að nýjar útfærslur nái flugi. Hver man ekki eftir „rubber legs“ á púpum fyrir sjóbirting? Eitt árið voru það keilutúbur en nú eru það hexagon flugur. Margir kalla þessa útfærslu míkró kóna enda hausinn nettur. Það er hægt að fá nánast allar klassísku flugurnar í þessari útfærslu. Hexagon dregur nafn sitt af lögun haussins sem er í raun þyngingin. Níðþungur sexstrendingur, þannig að flugan er frekar fyrirferðarlítil en steinsekkur ef menn ætla henni það.

Við Skiphyl í Miðfjarðará. Halldór Halldórsson með langstærsta lax sem hann hefur veitt á ferlinum. Þessi hængur tók hexagon útfærslu af rauðri Frances. Ljósmynd/Halldór Halldórsson

mbl.is – Veiði · Lesa meira