Stefnir í veiðiár vel undir meðaltali

Segja má að laxveiðin það sem af er sumri sé skjöldótt, þegar horft er yfir landið. Lé­legt í Borg­ar­f­irði. Hrun í Húna­vatns­sýsl­um. Ágætt á Aust­ur­landi og þokka­legt á Suður­landi.

Rétt er að nefna að sum­arið er enn til­tölu­lega ungt þegar kem­ur að norðan­verðu land­inu og Aust­ur­landi. Það stöðumat sem hér er sett fram bygg­ir á sam­an­b­urði við síðasta ár sem var betra en fimm ár þar á und­an. Þó náði síðasta ár ekki nema að mæl­ast sem meðalár.

Besta veiðin í síðustu viku var í Ytri Rangá. Þar komu á land rétt tæp­lega 200 lax­ar. Aðeins fjór­ar ár á land­inu öllu gáfu meira en hundrað laxa veiði í síðustu viku, þegar komið er fram á há sum­ar. Fyr­ir utan Ytri voru það, Þverá/​Kjar­rá og Norðurá í Borg­ar­f­irðinum og svo var Jökla með góða veiði. Elliðaárn­ar liggja við hundraðið en bókaðir voru 99 lax­ar þar í síðustu viku.

Þær Íris Schwietz Einars og Unnur Hlíðberg Hauksdóttir fengu þessa glæsilegu 90 sentímetra hrygnu á litla rauða Frances á Rangárflúðum. Ljósmynd/Harpa Hlín

mbl.is – Veiði · Lesa meira