Þegar þú varla nennir en lætur tilleiðast

Stund­um ger­ast æv­in­týr­in þegar þú átt síst von á því. Er­lend­ir feðgar sem voru að veiða í Víðidalsá höfðu landað fimm fisk­um og voru býsna sátt­ir. Síðasta kvöldið áttu þeir Dals­árós, þann rómaða stór­fisk­astað. Sig­ur­jón Bragi Geirs­son, „masterchef“ var leiðsögumaður þeirra feðga. 

„Þetta var búið að vera fínt hjá þeim. Son­ur­inn með fimm laxa og pabb­inn með einn. Við vor­um mætt­ir í Dals­árós­inn og þá gerðist það að vind­ur datt niður og maður upp­lif­ir eins og að það hlýni aðeins. Klukk­an var tíu mín­út­ur í níu, þannig að það var al­veg tími til að taka eina um­ferð enn. Son­ur­inn var bú­inn að fara með tvær flug­ur í gegn­um staðinn án þess að fá viðbrögð. En allt í einu var eins og það gæti verið mó­ment í þessu. Ég setti lít­inn Val­bein með kón und­ir hjá þeim eldri en hann sagðist ekki hafa trú á þessu. Ég byrjaði að labba að hyln­um og hann kom á eft­ir mér með sem­ingi. Hann sagði, „OK, ég tek tvö köst og svo för­um við í hús.“ Við byrjuðum þar sem Dalsáin renn­ur út í ósinn. Í seinna kast­inu kom fisk­ur á eft­ir flug­unni. Negldi hana og stökk hátt í loft upp í átt­ina að okk­ur. Sá gamli varð ekk­ert smá hissa,” sagði Sig­ur­jón í sam­tali við Sporðaköst.

Veiðimaðurinn Michael Jacobsen til hægri og leiðsögumaðurinn og meistarakokkurinn Sigurjón Bragi Geirsson til vinstri. Þessi tók í Dalsárósi en var landað neðarlega á Skipstjórabreiðu. Ljósmynd/SBG

mbl.is – Veiði · Lesa meira