„Þetta er hræðilegt ástand“

Hóp­ur manna náði í nótt þrem­ur eld­islöx­um úr neðsta veiðistað Hauka­dals­ár. Notuð voru ljós við veiðarn­ar og tókst að háfa fisk­ana. Aðgerðir voru und­ir stjórn Jó­hann­es­ar Stur­laugs­son­ar en það er mat Ing­ólfs Ásgeirs­son­ar sem var á staðnum í nótt, á veg­um Iclandic Wild­li­fe Fund (IWF) að tug­ir eld­islaxa séu í þess­um eina hyl í ánni. „Þetta er hræðilegt ástand. Það verður að grípa til aðgerða strax og það hlýt­ur að vera til viðbragðsáætl­un sem þarf að virkja þegar í stað. Þetta er skelfi­legt að horfa upp á þetta og eng­inn veit um­fangið,“ sagði Ingólf­ur Ásgeirs­son í sam­tali við Sporðaköst í morg­uns­árið.

Eft­ir að mynd­ir birt­ust á sam­fé­lags­miðlum í gær af veiði í Hauka­dalsá spruttu menn á fæt­ur, enda ljóst að um strokulax úr eldi var að ræða. Veiðimenn við ána veiddu að öll­um lík­ind­um fjóra slíka og slepptu þeim öll­um í góðri trú.

Jóhannes Sturlaugsson með einn af eldislöxunum sem hann náði í Haukadalsá í nótt. Þeirra mat er að vel á annan tug eldislaxa sé í neðsta hyl árinnar. Ljósmynd/Ingólfur Ásgeirsson

mbl.is – Veiði · Lesa meira