Tímabært að dusta rykið af bjartsýninni?

Fyrstu dagar laxveiðinnar gefa alveg þokkaleg fyrirheit. Urriðafoss í Þjórsá er kominn með 160 laxa miðað við tölur angling.is, sem miðast við 11. júní. Það er miklu betri veiði en í fyrra og aðeins betri en 2022.

Það var öflugt veiðigengi mætt í Urriðafoss í gær. Frá vinstri, Ólafur Rögnvaldsson, Örvar Ólafsson, Guðmundur Már Stefánsson, Matthías Stefánsson og Stefán Sigurðsson. Ljósmynd/Harpa Hlín Þórðardóttir

mbl.is – Veiði · Lesa meira