Trompetleikarinn með þann stærsta til þessa

Svona til að klára að veiða staðinn þá lengdi Ásgeir aðeins. Þá tók fisk­ur. Birg­ir sá þetta og leit á Ásgeir. „Nú. Var hann þarna?“

Ásgeir fann fljót­lega að þetta var ekki smá­lax og sagði við bróðir sinn. „Ef þetta er sex pund­ari þá er þungt í hon­um pundið.“ Hann hafði varla sleppt orðinu þegar fisk­ur­inn tók á rás og endaði með stökki. Ásgeir seg­ir hann hafa farið helj­ar­stökk og endað með því að skella sporðinum upp í straum­inn. „Hann stökk sex sinn­um og alltaf með þess­um sama hætti,“ upp­lýsti Ásgeir.

Draum­ur sem rætt­ist. Ásgeir með 105 sentí­metra hæng­inn. Ljós­mynd/​Birg­ir Stein­gríms­son

mbl.is – Veiði · Lesa meira