Tvíveiddur lax lengdist um sentímetra

Stærsti laxinn til þessa í Miðfjarðará í sumar veiddist í vikunni og mældist 101 sentímetri. Áður hafði veiðst lax sem mældist 100 sentímetrar. Báðir þessir laxar veiddust í Grjóthyl. Nú er komið á daginn að þetta er sami laxinn. Samanburður á myndum af fiskunum tveimur tekur af allan vafa um þetta.

Ljósmynd/María Guðjónsdóttir

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Miðfjarðará í Miðfirði