Reykjadalsá í Borgarfirði, eða hin syðri var bæði undir meðaltalinu og yfir í sumar. Veitt er á tvær stangir í henni og hefur meðalárið verið í kringum 150 laxar. Í sumar var hún undir þessu meðaltali og skilaði 116 löxum. Það sem vakti hins vegar athygli þeirra sem vel til þekkja er að mun meira var af fiski í henni en í venjulegu ári.
Grétar Sigurbjörnsson hefur sett í lax í Búrfellsfljóti. Hollið landaði fimm löxum og missti fjóra. Ljósmynd/Jón Gunnarsson
mbl.is – Veiði · Lesa meira