„Auðvitað er þetta sumar vonbrigði í laxveiðinni og veiðin 20 prósent minni á milli ára, síðasta sumar voru minni heimtur og tvö sumrin þar á undan einnig. Þetta virðist lítið vera að lagast en þrátt fyrir það lækkar verð á veiðileyfi ekkert á milli ára, hækka bara,“ sagði veiðimaður sem stóð á árbakkanum og kastaði flugunni í Elliðaána.
„Ég sé ekki að „veiða og sleppa“ sé að breyta miklu. Ár eftir ár er laxi sleppt og litlu sem engu virðist það skila, árnar, þar sem laxi er ekki sleppt, halda sér í fínu formi. Þarf ekki að fara að endurskoða þetta eitthvað?“ sagði veiðimaðurinn og hélt áfram að kasta flugunni. Fiskurinn var þarna en hann var ekki í neinu tökustuði, sama að gerast í mörgum veiðiám þessa dagana og þrátt fyrir að veiðiár af stórum hluta landsins hafa bólgnað út af vatni stóran hluta sumars, var þar stundum óveiðandi.
Laxveiðin þetta sumar er ekkert til að hrópa húrra fyrir, fjórða veiðisumarið í röð að fara í sögubækur vegna minnkandi veiði. Margar laxveiðiár eru varla að ná veiðitölum frá fyrra ári, veiðitímabilinu reyndar ekki lokið. Fiskurinn er fyrir hendi en hann verður tregari með hverjum deginum og lítið af nýjum fiski að ganga á þessum árstíma.
Veiðileyfin orðin dýr víða og veiðin í engu samræmi við verðin í mörgum ám. HnúðlaxiInn er væntanlegur í meira mæli næsta sumar en venjulegum laxi fækkar á milli ára, líklega um 6 til 8 þúsund fiska. Eitthvað þarf það að endurskoða ef fram fer sem horfir.
Hafið virðist ráða mestu í fyrirkomulaginu „veiða/sleppa“ það er ekki að tikka inn eins og til stóð. Kannski aðeins stærri fiskar en sumstaðar eru ekki fleiri fiskar á land, það blasir við í veiðinni núna. Þess vegna gæti þurft breytingar á leikreglum og sem allra fyrst.
Í fyrra veiddust 36.461 laxar en verða færri og færri, bara það er áhyggjuefni allra veiðimanna á öllum aldri.
Ljósmynd: Hann er á! Um það snýst þetta allt
Veiðar · Lesa meira