Villti laxinn 17,3% undir meðallagi 2020

Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér uppgjör á stangveiði á Íslandi fyrir sumarið 2020. Þar kemur í ljós að laxveiði á stöng var 8,4% yfir meðalveiði áranna 1974 til 2019. Hins vegar snýst dæmið við þegar einungis er horft á náttúrulegan lax. Veiðin var 17,3% undir meðalveiði sömu ára.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is – Veiði · Lesa meira