VörurKúlupúpurCopper John

Loading...

Copper John

295kr.

Þessi sem virkar vel þegar veiða þarf djúpt og sem önnur fluga í “dropper setup”

Vinsæl og mikið notuð fluga í silungveiði. Upphaflega hönnuð og hnýtt af John Barr og líkist einna helst steinflugu, þó þær séu ekki algengar á Íslandi. Þó hafa margir íslenskir veiðimenn trölla trú á flugunni og telja hana virka vel þar sem skötuorm er að finna. Hún hefur þann eiginleika að vera nokkuð þung, enda búkur hennar gerður úr koparvír. Því sekkur hún vel til fisksins og virkar vel með annarri flugu í svokölluðu “dropper setup”.