Það hafa margir vænir sjóbirtingar veiðst nú í vor og þeir eru að veiðast ennþá. þá sérstaklega fyrir austan. Sigurður Sveinsson var við veiðar í vikunni og hann fékk flottan sjóbirting. „Þessi var 92 sentimetra fiskur og 18 pund úr Eldvatni núna í vikunni, þetta var gaman,“ sagði Sigurður Sveinsson, sem var að koma af veiðislóðum fyrir austan með verulega vænan fisk í farteskinu úr Eldvatni. „Hollið fékk 24 fiska sem er allt í lagi og þetta var fyrsti veiðitúrinn á þessu tímabili. „Þeir verða fleiri,“ sagði Sigurður ennfremur.
Mynd. Sigurður Sveinsson með fiskinn stóra í Eldvatni, 92 sentimetrar.
Veiðar · Lesa meira