SVFR er að hefja sölu á spennandi nýjung, en vorveiði í Korpu er í boði nú í apríl og maí. Aðeins verður veitt á eina stöng og aðeins eru leyfi í boði annan hvern dag. Um er að ræða vorveiðar á sjóbirtingi og er sleppiskyldi á öllum fiski auk þess sem aðeins er veitt á flugu.
Mikið er jafnan af stórum birtingi í ánni en tilraunaveiðar hafa verið í gangi a.m.k. síðustu tvö ár, með góðum árangri að sögn félagsins og hægt er að tryggja sér veiðidaga hjá félaginu en lausir dagar hafa verið auglýstir:
Lausir dagar eru þegar komnir í vefsöluna.
Nánari upplýsingar um vorveiðina í Korpu má finna hér:
KORPA / ÚLFARSÁ – VORVEIÐI
Ljósmynd/Ingimundur með einn flottann
Korpa / Úlfarsá er frábær á í fögru umhverfi í landi Reykjavíkur. Áin er um 7 km löng og rennur í bugðum og sveigjum til vesturs og fellur til sjávar í Blikastaðakró. Við Vesturlandsveg skiptir áin stundum um nafn og heitir þar fyrir neðan Korpúlfsstaðaá eða Korpa. Korpa / Úlfarsá er yfirleitt 10-20 metra breið, tær og ekki straumþung. Mikil vinna hefur farið í að laga til og búa til veiðistaði. Þessar lagfæringar á ánni hafa gert hana enn aðgengilegri til fluguveiða.
Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira