Veiði í Tungulæk í apríl hefur slegið öll met í samanburði við síðustu ár. Ríflega 700 sjóbirtingar eru komnir í veiðibókina í apríl. Þá er allt haustið eftir, en samt er veiðin á pari við það sem gerðist allt árið í fyrra.
Theodór Erlingsson og félagar gerðu sannkallaða mokveiði í Tungulæknum. Þessi mynd er frá 10. apríl. Þeir voru komnir með 129 birtinga eftir tvo daga. Ljósmynd/Teddi
mbl.is – Veiði · Lesa meira