Vorveiðin gengur vel í Leirvogsá

„Við skruppum sem sagt fjórir í vorveiði í Leirvogsánna fyrir fáeinum dögum og það gekk vel. Orðinn fastur liður hjá okkur félögunum,” sagði Óskar Örn Arnarson þegar við spurðum hann um árlegan veiðitúrinn í Leirvogsána. Fyrsti veiðidagurinn gaf 17 fiska og vel hefur veiðst síðan.

„Við gerðum ágætis veiði og lönduðum átta  sjóbirtingum. Megnið á squirmy en flott vatn í ánni og fiskurinn vel dreifður,” sagði Óskar Örn enn fremur.

Leirvogsá og Korpa hafa verið að gefa fína veiði fréttum af veiðimönnum í Korpu sem fengu nokkra fiska og veiðimenn eru að fá einn og einn niðurgöngulax, sem öllum er sleppt aftur í ána.

Ljósmynd/Með fallegan fisk úr Leirvogsá

Veiðar · Lesa meira