Draumafiskur á heimasmíðaðar græjur

Drauma­fisk­ar geta verið svo mafgvís­leg­ir. Oft eru það risa­fisk­ar eða sá stærsti sem viðkom­andi veiðimaður hef­ur landað. Það get­ur líka verið ný teg­und eða, eins og í þessu til­felli, við sér­stak­ar aðstæður. Helga Gísla­dótt­ir veiðikona og ein af kvenna­nefnd­ar­kon­um SVFR veiddi drauma­fisk um helg­ina.

Hann var ekki risa­vax­inn en virki­lega flott­ur fimm­tíu sentí­metra urriði. Það voru hins veg­ar aðstæðurn­ar sem lyftu þess­um fiski upp fyr­ir meðallagið og það hressi­lega. Helga var í góðum veiðihópi að heim­sækja Minni­valla­læk í fyrsta skipti. Aðstæður voru glugga­veður. Sól og bjart en svo þegar út var komið, frek­ar hvasst og kalt.

Helga var meðal ann­ars vopnuð stöng sem hún hafði smíðað sjálf und­ir dyggri hand­leiðslu Júlí­us­ar Guðmunds­son­ar, sem kenn­ir slíka smíð. Stöng­in hafði þegar sannað sig en ekki skilað fiski. Að þessu sinni var und­ir púpa sem Helga hannaði sjálf og kall­ast Moons­hine sem gæti út­lagst sem landi eða heima­brugg. Flug­an á ekk­ert skylt við sjón­varpsþátt­inn Land­ann.

Svona lítur draumafiskur út. Urriði úr Minnivallalæk. Veiddur á heimasmíðaða stöng og heimasmíðaða púpu. Ljósmynd/Helga Gísla

mbl.is – Veiði · Read More