Elliðavatnið tók vel á móti veiðimönnum

Það var hátíðarbrag­ur yfir Elliðavatns­bæn­um í morg­un þegar veiði- og úti­vistar­fólk fagnaði komu sum­ars. Fjöldi fólks var mætt­ur til að þiggja klein­ur, kaffi og visku djúp­vitra veiðisér­fræðinga. Svo voru aðrir sem voru mætt­ir til að veiða.

Það er mis­jafnt hvar Íslend­ing­ar velja að láta sér verða kalt á sum­ar­dag­inn fyrsta. Eft­ir kalsa­sama ríf­leg­an norðan­vind snemma í morg­un, hægði aðeins þegar leið á morg­un­inn. Menn voru að setja í hann. Geir Thor­steins­son var að vanda mætt­ur og hann valdi að fara á Engjarn­ar. „Ég náði tveim­ur urriðum og er kom­inn með í soðið, þá er ég góður. Þeir tóku báðir brún­an Nobbler. Hann er lík­ast­ur horn­síl­inu eða seiði,“ sagði Geir í sam­tali við Sporðaköst.

Alfreð Maríusson er alltaf með einn af fyrstu fiskum sumarsins. Þennan urriða tók hann í Helluvatni. Ljósmynd/Veiðikortið

mbl.is – Veiði · Lesa meira