Fyrsti fiskurinn á land

Hann Alexander Óli var í skýjunum með fyrsta fiskinn sinn, fékk hjálp frá pabba að þræða orminn á öngulinn. Fiskurinn veiddist í Urriðavatni í Fljótsdalshéraði í sól og blíðu. „Þetta var meiriháttar,“ sagði Óli Jakob Björnsson, faðir Axelander og bætti við; „ég held að ég sé búinn að smita hann af veiðidellunni. Okkur báðum finnst veiði skemmtileg og ég er töluvert búinn að veiða núna, var í tvo daga í Laxá í Aðaldal á urriðasvæðinu fyrir neðan virkjun og rétt slapp við hretið um daginn,“ sagði  Óli Jakob enn fremur.
   
Það er víða hægt að veiða fyrir austan og fyrsti fiskurinn skiptir öllu máli fyrir veiðimenn, þá er stutt í þann næsta og næsta og næsta…

Alexander Óli með fyrsta silunginn sinn

Veiðar · Lesa meira

Urriðavatn í Fellum