Veiðimenn hafa víða veitt um helgina veðurfarið er betra eftir mikla kuldatíð og allt að lifna við. Það var rennt fyrir físk víða eins og í Hlíðarvatni í Selvogi þar sem veiðmenn fjölmenntu til veiða og fiskurinn var að gefa sig í töluverði magni. Margir gerðu góða veiði og veiðimenn á öllum aldri höfðu gaman af.
„Já við fórum í Geldingatjörn og fengum fína veiði,“ sagði Tryggvi Haraldsson sem var með dætur sínar í veiði, þær Una og Katla og veiðin var fín. „Það var mikið líf í vatninu og stelpurnar veiddu alla fiskana ég fékk ekki neitt. Já þetta var skemmtilegur veiðitúr og flottir urriðar,“ sagði Tryggvi enn fremur.
Vatnaveiðin er að glæðast og veiðimennn voru í Hítarvatni fyrir nokkrum dögum og fengu flotta fiska, töluvert af þeim. Veiðimenn voru berja Elliðavatnið í dag og einn og einn fiskur kom á land.
Una Tryggvadóttir 7 ára til vinstri og Katla Tryggvadóttir 11 ára /Mynd Tryggvi
Veiðar · Lesa meira