Norðlingafljót urriði

Norðlingafljót opnaði í gær með látum. 
Margir flottir fiskar komu á land í rokinu en menn létu það ekki á sig fá og mok fiskuðu. Það má seigja að þetta hafi verið stórfiskaveisla. Samtals veiddust 19 fiskar Urriðar og bleikjur í bland. Flestir urriðarnir voru um og yfir 60cm og bleikjurnar á bilinu 50- 58 cm. 
Ágætis vatnsstaða er í ánni og fiskurinn kemur vel undan vetri. Okkur hlakkar til að sjá hvernig framhaldið verður. Það má með sanni segja að sumarið sé komið þó að veturinn sé að minna á sig um þessar mundir. 
Það er talsvert laust hjá okkur í fljótinu í sumar en það verður hugsanlega ekki lengi. 

Hólaá – Austurey