Félagið R&M ehf hefur gert leigusamning um veiðirétt í Litluá og Skjálftavatni í Kelduhverfi. Matthías Þór Hákonarson er eigandi R&M en hann leigir meðal annars Mýrarkvísl og Lónsá svo eitthvað sé nefnt. Samningur milli Matta og stjórnar Veiðifélags Litluárvatna var undirritaður í vikunni á hótelinu í Skúlagarði.
Matti, eins og hann er ávallt kallaður var hinn ánægðasti með samninginn sem hefur verið undirritaður og er til fimm ára, frá og með sumrinu 2026.
Eftir að tilboð voru opnuð í Litluá og í ljós kom að félagið var með hæsta boð hefur borist mikið af fyrirspurnum um veiðileyfi. „Já. Það er greinilega mikill áhugi og einn breskur viðskiptavinur sem er búinn að vera hjá mér í nokkra daga með hóp er strax búinn að panta daga þar á næsta ári,“ sagði Matthías í samtali við Sporðaköst.
Matthías Þór Hákonarson lengst til vinstri, þá stjórn veiðifélagsins. Jónas Þór Viðarsson, Kristinn Rúnar Tryggvason og Kristjana Sigurðardóttir. Gylfi Kristjánsson framkvæmdastjóri R&M er á hægri vængnum. Ljósmynd/Matthías Þór
mbl.is – Veiði · Lesa meira