Þingvallavatn ekki svipur hjá sjón

Þing­valla­vatn er ekki leng­ur svip­ur hjá sjón. Þetta magnaða veiðivatn sem gaf flott­ar bleikj­ur og oft mikið af henni og risaurriða er nú á þeim stað að marg­ir hafa gef­ist upp á því. Gott dæmi um það er Örn Hjálm­ars­son, einn af þeim sil­ungsveiðimönn­um sem hafa náð langt og veiða yf­ir­leitt vel. Í blaðinu Veiði XIV, ný­út­komnu tíma­riti Veiðihorns­ins er hann spurður um Þing­valla­vatn og hvort hann fari mikið þangað. „Ekki leng­ur. Ég fór einu sinni í fyrra og fékk tvær fal­leg­ar bleikj­ur en mér finnst Þing­valla­vatn ekki orðið svip­ur hjá sjón í bleikju­veiðinni,“ svar­ar Örn.

Einn af þeim sem hafa stundað Þing­valla­vatn af kappi og það frá því fyr­ir alda­mót er Cez­ary Fijalkowski. Hann hef­ur náð frá­bær­um ár­angri í veiði í vatn­inu og hann hef­ur deilt ótal mynd­um af sér með risa­vaxna urriða sem hann hef­ur veitt í vatn­inu. Nú er öld­in önn­ur og páska­veiðin hjá Cez­ary bygg­ist nú á mun smærri fisk­um en fyr­ir nokkr­um árum. Hann birti ný­verið hug­leiðing­ar sín­ar um Þing­valla­vatn á Face­booksíðu sinni. Þar set­ur hann fram þá skoðun sína að vatnið sé í raun of­setið þegar kem­ur að urriðanum. Það hafi leitt til þess að stofn­ar murtu og bleikju hafi hrunið. „Ég hef rann­sakað í þrjá­tíu ár. Bæði frá strönd­inni en líka á báti og notað són­ar. Það er eng­in fæða í vatn­inu og það hef­ur leitt til þess að fisk­ur­inn er bæði illa hald­inn og lít­ill,“ skrif­ar Cez­ary.

Cezary Fijałkowski með 96 sentímetra og ellefu kílóa urriðann sem hann veiddi seint í ágúst 2018 í Þingvallavatni. Þessir urriðar sjást varla lengur. Ljósmynd/Aðsend

mbl.is – Veiði · Read More