Snemma sumars 2023 veiddi Þorsteinn Guðmundsson fallegan og spegilbjartan urriða í Laxá í Laxárdal. Mældist hann 55 sentímetrar og tók þá klassísku púpu Pheasant tail númer 14 í veiðistaðnum Grundará. honum var sleppt og Þorsteinn var sáttur og hugsaði ekki meir um þennan tiltekna urriða enda veiddi hann marga aðra í þessari árlegu ferð í Laxárdalinn.
Fréttist ekki meir af þessum Grundarár–urriða, enda svo sem enginn að búast við því. Grúskarinn og veiðimaðurinn Snævarr Örn Georgsson rakst þó óvænt á þennan fisk þegar hann var að undirbúa veiðiferð á þessar sömu slóðir og skoðaði myndir í appinu Angling iQ. Kannaði hvað hann hafði verið að taka og við hvaða aðstæður. Hann skoðaði meðal annars upplýsingar úr veiðistaðnum Grundará og rakst þá á skemmtilega staðreynd.
Hér er Þorsteinn með urriðann og þetta er vorið 2023. Snævarr grandskoðaði þessar myndir og bar saman. Ljósmynd/Þorsteinn Guðmundsson
mbl.is – Veiði · Lesa meira