Veiðistöngin og vörubíllinn – henta vel þegar maður er bara þriggja ára

„Þegar ég hafði farið með hann á bryggjuna í tvígang og í hvort skiptið þurfti ég að berjast við að ná honum heim af bryggjunni, þá hugsaði ég strax að hann hefði gaman að því að fara með mér upp í Veiðivötn,” sagði Gísli Jónsson, faðir Hinriks Hrafn, sem er hér en með mikla veiðidellu.
„Sú ákvörðun var svo tekin með viku fyrirvara og lá Hinrik yfir veiðivídeóum og spurði og spurði. Hann var farinn að hlakka til þó hann hafi kannski ekki alveg vitað hvað hann væri að fara út í.
Við fórum með Herjólfi í hádeginu og vorum byrjaðir að veiða um 4 leytið. Það var ekki mikið líf í urriðanum þessa helgina, en spennan leyndi sér ekki, hann var kominn til að veiða fiskana. 
Á laugardagsmorgun ákváðum við að veiða marga fiska og fórum í Nýjavatn, þar er nefnilega mikið af smábleikju sem getur verið tökuglöð og skemmtileg fyrir krakkana. Þar drógum við feðgar 35 bleikjur og mesta sportið var að „raka” fiskana (öðrum orðum, rota smábleikjur). Tekinn var með leikfangavörubíll af stærri gerðinni og hann lestaður og keyrt með bleikjurnar upp í bíl til kælingar. 
Um hádegið sagði Hinrik að hann vildi fara að veiða stóra fiska, dagurinn endaði svo á því að við fengum einn tæplega 2 punda urriða úr Litlasjó. 

Veiðar · Lesa meira