Vorum komnar með 30 fiska í háfinn

„Annað árið í röð sem við vinkonurnar skellum okkur í Norðlingafljótið,” sagði Helga við Veiðir og bætti við; „þegar við komum að brúnni sáum við að það var litur á ánni sem jókst bara er leið á daginn. Mikil sólbráð enda var Tenerifeveður á okkur allan tímann með roki. Þetta byrjaði vel; Þóra setti strax í einn 65 cm flottan urriða á þurrflugu.  Þar sem það var mikið rok þá var fiskurinn ekki mikið í uppitökum en samt kom megnið af fiskunum sem við veiddum á þurrflugur. Þar sem áin var lituð þá vorum við ekki að veiða eins og okkur langaði til að gera, vorum ekki að treysta okkur í mikið að vaða þar sem maður sá ekki botninn. Við vorum með um 30 fiska í háfinn, misstum nokkra. Mikið labb en alveg þess virði.  Við erum strax farnar að plana ferð á næsta ári. Þetta er bara paradís í að leika sé með þurrflugur og púpur. Vúpp, vúpp, vúpp,” sagði Helga enn fremur.

Rún Knútsdóttir með fallega bleiku.

Þóra Sigrún með hann á, Anna Guðmunda á leiðinni að háfa og Helga Gísla nýbúin að landa einum

Veiðar · Lesa meira

Norðlingafljót