Vatnsá rennur úr Heiðarvatni í Heiðardal í Mýrdal, sem er rétt fyrir ofan Vík. Vatnsá er skemmtileg lax og sjóbirtingsá sem rennur um fallegan dal á leið sinni niður í Kerlingardalsá, sem hún sameinast áður en hún rennur til sjávar. Hún er lítil og viðkvæm og þar gildir að nálgast alla veiðistaði af míkilli nargætni til að fæla ekki fisk. Árlega veiðast allt að 250 sjóbirtingar og 300 laxar, sem er ágæt veiði miðað við að einungis er veitt á 2 stangir.
Ævintýrið heldur áfram – þrír yfir 110 cm
Við spurðum hér á síðunni hvort framundan væri haust hinna stóru sjóbirtinga? Ekki óraði okkur fyrir því ævintýri sem sjóbirtingur á Suðurlandi er að verða. Þrír birtingar sem mældust 100