Álftá á Mýrum

Vesturland
Eigandi myndar: FB/Álftá
Calendar

Veiðitímabil

01 júlí – 30 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði

Tegundir

Lax

Veiðin

Álftá er afar skemmtileg og þægileg 2ja stanga laxveiðiá á Mýrunum. Þarna hefur verið góð veiði undanfarin ár og ekki langt síðan nokkur sumur skiluðu einni mestu veiði í sögu Álftár. Sumarið 2011 veiddust 481 lax, sumarið 2010 veiddust 475 laxar og sumarið 2009 veiddist 625 laxar. Álftá á upptök sín í Álftahrauni og í mörgum litlum stöðuvötnum þar í kring. Í Álftá getur einnig verið mjög góð sjóbirtingsveiði. Áin er ekki lengur í almennri sölu

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihúsið er með tveimur 2ja manna svefnherbergjum, rafmagni og hita. Að auki er svefnrými á svefnlofti. Í baðherbergi er sturta og við húsið er gasgrill. Veiðimenn mega koma í húsið einni klukkustund fyrir upphaf veiði og skulu rýma það á sama tíma á brottfaradegi. Veiðimenn skulu ræsta húsið rækilega fyrir brottför og taka með sér allt rusl. Hægt er að kaupa þrif, sjá má upplýsingar um það í veiðihúsinu. Veiðimenn leggja sjálfir til sængur og sængurfatnað.

Kort og leiðarlýsingar

Ekið er sem leið liggur í gegnum Borgarnes og farið þjóðveg upp á Mýrar til vinstri þegar út úr Borgarnesi er komið. Ekið er um 18 km og beygt til vinstri veg nr.533 rétt áður en komið er að Lyngbrekku. Ekinn er um 1km þegar komið er að afleggjara á hægri hönd sem liggur að veiðihúsinu.

Veiðisvæðið er öll Álftá og Veituá frá ármótum að veiðistað nr.49

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 19 km / Reykjavík: 98 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Nýlega tóku nýjir leigutakar við Álftá – áin er ekki lengur seld í almennri sölu

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vesturland

Fréttir af veiði Hallá

Engin nýleg veiði er á Hvítá – Langholt!

Shopping Basket