Álftá er afar skemmtileg og þægileg 2ja stanga laxveiðiá á Mýrunum. Þarna hefur verið góð veiði undanfarin ár og ekki langt síðan nokkur sumur skiluðu einni mestu veiði í sögu Álftár. Sumarið 2011 veiddust 481 lax, sumarið 2010 veiddust 475 laxar og sumarið 2009 veiddist 625 laxar. Álftá á upptök sín í Álftahrauni og í mörgum litlum stöðuvötnum þar í kring. Í Álftá getur einnig verið mjög góð sjóbirtingsveiði. Áin er ekki lengur í almennri sölu