Aravatn er í Skefilsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu. Það er 1,9 km² að flatarmáli og í 130 m hæð yfir sjó. Nesá fellur úr því í Efra-Nesvatn og þaðan í Hörtnárvatn. Í henni getur verið góð veiði. Aravatn er nokkuð grunnt en í því er mikið af fiski, bæði bleikju og urriða. Bleikjan er fremur smá og er algeng stærð hennar um 300 g. Urriðinn getur hinsvegar orðið vænn. Slæmt vegasamband er við Aravatn, en þangað eru sjö km frá þjóðvegi og má skrönglast langleiðina á jeppa.