Aravatn á Skagaheiði

Norðvesturland
Eigandi myndar: Högni H
Calendar

Veiðitímabil

10 júní – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

4000 kr. – 4000 kr.

Tegundir

Veiðin

Aravatn er í Skefilsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu. Það er 1,9 km² að flatarmáli og í 130 m hæð yfir sjó. Nesá fellur úr því í Efra-Nesvatn og þaðan í Hörtnárvatn. Í henni getur verið góð veiði. Aravatn er nokkuð grunnt en í því er mikið af fiski, bæði bleikju og urriða. Bleikjan er fremur smá og er algeng stærð hennar um 300 g. Urriðinn getur hinsvegar orðið vænn. Slæmt vegasamband er við Aravatn, en þangað eru sjö km frá þjóðvegi og má skrönglast langleiðina á jeppa. 

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðihús er við vatnið sem hægt er að leigja, en þar er svefnpláss fyrir allavega 6 ~ 8 manns. Í húsinu eru gashellur, borðbúnaður og elshúsáhöld og einnig gasgrill.

Verð fyrir húsið er 7000 kr. á mann og fylgir veiðileyfi með í kaupunum

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu og talsvert langt niður eftir Nesá sem rennur úr því í Efra-Nesvatn

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Sauðárkrókur: 64 km, Blönduós: 75 km, Akureyri: 182 km og Reykjavík: 318 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Þórunn Lindberg, Hraun 3 s: 868-9196 og 453-6696

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Norðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Aravatn á Skagaheiði

Engin nýleg veiði er á Aravatn á Skagaheiði!

Shopping Basket